Leikmannastefna 2007

Það eru liðin tuttugu ár síðan fyrsta Leikamannastefnan var haldin. Í ár verður hún í Stykkishólmskirkju 5- 6 maí 2007. Yfirskrift Leikmannastefnunar er “Þjónusta kirkjunnar við eldri borgara” Frummælendur verða sr. Bernharður Guðmundsson fyrrverandi rektor í Skálholti, Vilborg Lárusdóttir Árbæjarsókn, Valgerður Gísladóttir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, og Margrét Margeirsdóttir formaður félags eldri borgara.

Einnig verða tekin fyrir drög að ályktun kenningarnefndar í apríl 2006 varðandi staðfesta samvist frummælandi verður sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir verkefnastjóri.

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt tveir fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Þó skulu prófastsdæmi með fleiri en 15 þúsund. íbúa eiga þrjá fulltrúa á leikmannastefnu og prófastsdæmi með fleiri en 30. þúsund íbúa eiga fjóra fulltrúa.