Leikmannastefna 2009

23 . Leikmannstefna þjóðkirkjunnar verður haldinn í Neskirkju, Reykjavík 28. mars 2009 og hefst með setningu biskups Ísland Herra Karls Sigurbjörnssonar. Yfirskrift stefnunar  er “Heildarskipan þjónustu kirkjunnar”. Sr.

Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari mun fjalla um þetta efni og verður það rætt í umræðuhópum. Einnig munu sr. Árni Svanur Daníelsson og

Elín Elísabet Jóhannsdóttir verkefnisstjórar á Biskupsstofu flytja erindi sem nefnist  “Kirkjan og miðlunin”.
 

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, tveir fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Þó skulu prófastsdæmi með fleiri en 15 þús. íbúa eiga þrjá fulltrúa á leikmannastefnu og prófastsdæmi með fleiri en 30 þús. íbúa eiga fjóra fulltrúa. Kjósa skal varamann fyrir hvern fulltrúa. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.

Dagskrá