Leikmannastefna 2010

Staða leikmanna á kirkjuþingi og framtíð Leikmannastefnu

Kópavogskirkja

Hin 24. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar var haldin í safnaðarheimili Kópavogskirkju laugardaginn 10. apríl 2010. Yfirskrift stefnunnar  var “Staða Leikmanna á Kirkjuþingi og framtíð Leikmannastefnu”.

Leikmannastefna hófst með setningu biskups Ísland, Herra Karls Sigurbjörnssonar, í Kópavogskirkju. Pétur Hafstein forseti Kirkjuþings fjallaði um stöðu leikmanna á Kirkjuþingi og kosningar til kirkjuþings.  Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdarstjóri Kirkjuráðs  fjallaði um sameiningu prófastsdæma og áhrif á Leikmannastefnu og skipt var í umræðuhópa til að ræða framtíð Leikmannastefnu.  Einnig kynnti sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar og Örvar  Kárason verkefnisstjóri kynnti þjónustuvef kirkjunnar.

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, tveir fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Þó skulu prófastsdæmi með fleiri en 15 þús. íbúa eiga þrjá fulltrúa á leikmannastefnu og prófastsdæmi með fleiri en 30 þús. íbúa eiga fjóra fulltrúa. Kjósa skal varamann fyrir hvern fulltrúa. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.