Leikmannastefna 2011

25 . Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í Árbæjarkirkju, Reykjavík 2. apríl 2011 og hefst með setningu biskups Íslands Herra Karls Sigurbjörnssonar. Yfirskrift stefnunnar  er:  “Þjónusta kirkjunnar – samstarfssvæði og aðskilnaður ríkis og kirkju”.

Sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari mun fjalla um “Þjónustu kirkjunnar- samstarfsvæði”, en  dr. Hjalti Hugason prófessor og Ágúst Þór Árnason brautarstjóri lagadeildar  Háskólans á Akureyri flytja erindi um “aðskilnað ríkis og kirkju”. Almennar umræður verða á eftir þessum erindum.

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.