Ályktun um þjónustu kirkjunnar

Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar haldin í Árbæjarkirkju 2. apríl 2011 tekur undir þær áherslur sem birtast í samþykkt kirkjuþings um þjónustu kirkjunnar. Leikmannastefna beinir því til sóknarnefnda að taka ríkan þátt í því að gera samstarfssvæðin sem virkust og nýta þau tækifæri, sem í þeim felast, til eflingar þjónustu við sóknarbörn og til styrkingar á starfi sóknanna.