Leikmannastefna 2014

Leikmannastefna 2014

Kynning og umræða um nýtt frumvarp til þjóðkirkjulaga verður helsta málið á 28. leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar sem fram fer í Seltjarnarneskirkju 5. apríl nk. Leikmannastefnan hefst með hugleiðingu Agnesar M. Sigurardóttur, Biskups Íslands. Kynning á frumvarpi til Þjóðkirkjulaga verður í höndum Ásbjörns Jónssonar kirkjuráðsmanns og Egils H Gíslasonar kirkjuþingsmanns.

Á hverju ári fjallar leikmannastefnan um ýmis mikilvæg og aðkallandi mál í safnaðastarfi þjóðkirkjunnar um land allt. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju, flytur stutt fræðsluerindi um sögu kirkna á Seltjarnarnesi. Ný fræðslustefna þjóðkirkjunnar verður kynnt af sr. Sigfús Kristjánsson verkefnisstjóri fræðslumála kirkjunnar.

Loks verða pallborðsumræður sem munu fjalla um þemað: Er pláss fyrir guð í tæknisamfélagi? Valkunnir einstaklingar munu fjalla um spurningu og umræður verða á eftir. Á leikmannastefnu eiga setu fulltrúar safnaðarfólks í hverju prófastsdæmi landsins, sem kjörnir á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á leikmannastefnu Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi og í kirkjuráði auk fulltrúa samtaka og félaga sem starfa á landsvísu innan Þjóðkirkjunnar.