Leikmannastefna 2015

Leikmannastefna 2015

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin laugardaginn 18. apríl 2015 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Biskup Íslands Agnesi Sigurðardóttur, setur stefnuna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir segir frá Biblíufélaginu sem verður 200 ára í ár. Hans Johan Sagrusten flytur erindi „Biblían um Heim allan.“ Sr. Þórhildur Ólafs prófastur kynnir starfsemi í Hafnarfjarðarkirkju sem varð 100 ára á síðasta ári og segir einnig frá Kjalarnesprófastsdæmi.

Eftir hádegishlé ræðir sr. Gísli Jónasson um sóknargjöld. Þrjú erindi verða flutt um „Kirkjuna og þjóðfélagið.“ Rúnar Vilhjálmsson prófessor ræðir um „Trúariðkun og boðun fagnaðarerindis í nútímanum.“ Elín Elísabet Jóhannsdóttir verkefnisstjóri. „Hvernig getur kirkjan höfðað til fólks í nútímanum?“ og Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður: „Á kirkjan erindi við fólk sem sækir ekki kirkju.”