Fundargerð

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar Reykholti Borgarfirði 6. og 7. maí 2016

Fundargerð

Þann 6. apríl 2016 sendi biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir út bréf/tölvupóst þar sem boðað var til Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar 6. og 7. maí 2016 í Reykholti Borgarfirði og drög að dagskrá.

30. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar haldin í Reykholti Borgarfirði.

Föstudagur 6. maí 2016
Reykholtskirkja

17.30 Setning Leikmannastefnunnar, Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir.

18.00 Reykholt – Staðarkynning, Snorrastofa skoðuð, Sr. Geir G. Waage, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli.

18.45 Móttaka í safnaðarsal í boði Vesturlandsprófastsdæmis

20.00 Hátíðarkvöldverður/ Fosshóteli

Ræðumaður; sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur
Skemmtidagskrá Þorvaldur Jónsson, formaður sóknarnefndar Reykholtssóknar

Laugardagur 7. maí 2016
Hátíðarsalur Snorrastofu í héraðsskólahúsinu

09.30 Kosning fundarstjóra og skipun ritara. Skýrsla leikmannaráðs og reikningar. Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson
Umræður.

10.00 Leikmannastefnan „Litið um öxl“, Helgi K. Hjálmsson, fyrrverandi formaður Leikmannaráðs.

10.15 Staða leikmannsins í kirkjunni? Magnús Kristjánsson, forseti kirkjuþings.

Opin umræða.

11.30 Hvað gerist í sunnudagaskólanum næsta vetur? sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.

12.00 Léttur hádegisverður – Fosshótel.

13.00 Leikmenn um allan heim- kynning á Lútherska heimssambandinu., Magnea Sverrisdóttir djákni.

13.30 Kynning á undirbúningi að Siðbótarafmæli 2017, Gunnar J. Gunnarsson dósent.

14.15 „Syngið Drottni nýjan söng; syngið Drottni öll lönd“. Kynning á nýjum sálmum, söngur, samræða um hlutverk sálma, Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri/ verkefnastjóri kirkjutónlistar.

15.45 Kaffiveitingar

16.15 Ályktanir og önnur mál

Slit

Föstudagurinn 6. maí 2016

1. Setning Leikmannastefnunnar
Biskup Íslands Agnes M Sigurðardóttir fór með „Vertu Guð faðir…“ og sunginn var sálmurinn nr. 480, Dýrlegt kemur sumar.
Biskup setti leikmannastefnu 2016 og minnti á að ef engir væru leikmenn þá væri engin kirkja. Gat þeirrar skoðunar að kirkjan stæði ekki eða félli með misvitrum mönnum, heldur væri það á valdi Guðs hvort hún lifði eða dæi. Ef Drottinn sjálfur vill að kirkja hans lifi þá heldur hún áfram að vera til. Minnti á Lúthersárið 2017 og að fróðlegt yrði að heyra erindið um Lúterska heimssambandið og starfsemi þess. Þakkaði fólkinu fyrir framlag þeirra til Guðs kristni í landinu og bað Guð að blessa þau og leikmannastefnuna.

2. Reykholt – Staðarkynning
Sr. Geir G. Waage sóknarprestur í Reykholti sagði sögu Reykholtskirkna. Í Reykholti hefur verið kirkja frá því á elleftu öld og við uppgröft kom í ljós að hún hafi verið reist af grunni nokkrum sinnum á sama stað. Síðast var kirkja á þessum stað byggð upp um 1835. Nítjándu aldarkirkja ( Gamla kirkjan) var byggð á árunum 1885 og 1887.
Bygging sem ber hæst í Reykholti, Reykholtskirkja- Snorrastofa var reist að frumkvæði Reykholtssafnaðar á árunum 1988-1996 Garðar Halldórsson teiknaði bygginguna.
Sr Geir Waage sýndi einnig Leikmönnum Snorrastofu almenna bókasafnið og sýningu um sögu Snorra Sturlusonar sem er í salnum á jarðhæð og þar var leikmönnum boðið upp á veitingar. Prófastur Vesturlands sr. Þorbjörn Hlynur Árnason flutti ræðu þar.
Að lokum var haldið til Hátíðarkvöldverðar á Fosshótelinu. Þorvaldur Jónsson formaður sóknarnefndar Reyholtssóknar sá um skemmtidagskrá. Sr. Geir G. Waage var með stutta ræðu.

Laugardagurinn 7. maí 2016
Marinó Þorsteinsson formaður leikmannaráðs bauð alla velkomna og þakkaði biskupi hlý orð í garð leikmannastefnufulltrúa. Fundarstjóri var kosinn Reynir Sveinsson, Kjalarnesprófastsdæmi. Fundarritarar voru kosnir Sigurbjörg Eiríksdóttir, Kjalarnesprófastsdæmi og Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdarstjóri leikmannaráðs. Reynir Sveinsson bauð alla velkomna og fulltrúar kynntu sig.
Á þessari Leikmannstefnu sátu 44 fulltrúar og gestir (sjá fylgiskjal 1).
Undir liðnum umræður

3. Skýrsla Leikmannaráðs og reikningsuppgjör
Marinó Þorsteinsson, formaður leikmannaráðs, flutti skýrslu leikmannaráðs og greindi frá reikningsuppgjöri 2015 (sjá fylgiskjal 2). Skýrslan og reikningsuppgjör vegna 2015 voru borin upp og samþykkt samhljóða.

4. Leikmannastefnan „Litið um öxl“
Magnús Kristjánsson forseti Kirkjuþings hugleiddi stöðu leikmannsins í kirkjunni.
Helgi K Hjálmsson fyrrverandi formaður Leikmannaráðs flutti hátíðarræðu og rakti sögu Leikmannastefnunar (Sjá fylgiskjal 3.) Fyrsta Leikmannastefna var haldin 1997 í Kirkjuhúsinu í Reykjavík. Fyrir tilstuðlan Herra Pétur Sigurgeirsson biskup Íslands var Leikmannastefna stofnuð.
Nokkrar umræður urðu um það afhverju leikmannastefnan fengi ekki áheyrnarfulltrúa á Kirkjuþing. Nokkrir Kirkjuþingsfulltrúar vilja taka það inn á kirkjuþing að leikmenn fái áheyrnarfulltrúa, en þeim hefur verið neitað það nokkrum sinnum.
Gunnlaugur Óskarsson vildi láta skrá hversu ánægður hann var með þessi tvo erindi á Leikmannastefnunni.

5. Hvað gerist í sunnudagaskólanum næsta vetur?
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindarkirkju og starfar nokkra mánuði á fræðslusviði biskupstofu sagði frá sunnudagaskólaefninu sem verður boðið upp á næsta vetur, einnig sagði hann frá að að gefnir hafa verið ú 3 diskar með sunnudagaskólaefni „Daginn í dag“ og hefur það gefið góða raun í sunnudagaskólanum.
Ný brúða kemur fram næsta vetur er Vala skjaldbaka sem getur haft mismunandi hreyfingar og svipbrigði. Með brúðum er hægt að segja biblíusögur á einfaldan hátt. Margt er hægt að gera td. nota vatnsmelónur. Einnig verður gefið út nýtt fermingarefni.
Nokkrar umræður urðu eftir erindið,fulltrúum fannst vanta efni fyrir aldraða, ætti einng að tala um dauðan. Netsamband út landi væri lélegt og það væri ekki hægt að nota geisladiska. Í lok erindisins var sungið ó Jesú bróði besti.

Hádegisverður
6. Leikmenn um allan heim- kynning á Lútherska heimssambandinu
Magnea Sverrisdóttir djákni kynnti Lútherska heimssambandið(sjá fylgiskjal 4)
Það var stofnað árið 1947, 98 lönd eru í þessu sambandi og um 72 milljónir manna. Aðalskrifstofan er í Gent. Það eru 4 svið LWF, neyðaraðstoð, kærleiksþjónustusvið, Guðfræði og kynningarsvið, planning and opertion.

Spurning kom um hvert sé framlag Íslands er það um 1.7 milljón á ári. Einnig var spurt um hjálpastarfið virgt í þessu og það kom fram að það er starfar með LWF.

7. Kynning á undirbúningi að Siðarbótarafmæli 2017
Gunnar J Gunnarsson dósent ( sjá fylgiskjal 5) var með kynningu á undirbúningi vegna siðarbótaafmælisins sem verður 2017, en þá eru liðin 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi skjal með 95 greinum á Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Þessara tímamóta vilja lútherskar kirkjur víða um lönd minnast með margvíslegum hætti.
Til að undirbúa siðabótarafmælið skipaði kirkjuráð þjóðkirkjunnar nefnd til að undirbúa og skipulegga margvíslega viðburði.

Siðabótarafmælið verður minnst með með margvíslegum hætti, með útgáfu, málþingi, tónlist, vefsíðugerð, samkomum. Nefndin hvetur alla söfnuði landsins að taka þátt. Það er í anda Lúthers að leikmenn taki virkan þátt

Nokkrar hugmyndir vöknuðu t.d. vera í sambandi listaskóla og leggja áhersli á að siðarbótarbyltingin hafi haft áhrif á stöðu kvenna. Hvað hefði Lúther lagt áherslu á í dag.

8. „Syngið Drottni nýjan söng“ syngið Drottni öll lönd“ Kynning á nýjum sálmum, söngur samræða um hlutverk sálma, Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri/verkefnastjóri kirkjutónlistar

Margrét Bóasdóttir var með kynningu á nýjum sálmum, og talaði um hlutverk þeirra athöfnum. Leikmannastefnufulltrúar sungu þessar sálma sem hún nefndi og talaði um þá og Birna Kristin lék undir á píanó.
Leikmannastefnufulltrúar sungu upp úr sálmabók 2013 sem er til kynningar og undirbúnings nýrri Sálmabók íslensku Þjóðkirkjunnar.Sálmar 848 og 847 voru sungnir og stuttir sálmar góðir milli ritingartexta, 913,914. Einnig voru sungnir sálmar 906, 803, 865, 884, 943, 895, 830, 943. Kynna þarf fermingarbörnum sálma í sálmabókinni. Sálmabókin er uppseld og þarf að endurnýja hana. Margrét bauðst til að koma í heimsókn til safnaða og kynna sálma.

9. Kosningar
Bergur Torfason var kosinn skoðunarmaður reikninga

10. Ályktanir og önnur mál
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir kirkjuþingsmaður lagði fram eftirfarandi ályktun um helgidagafrið sem var samþykkt

Ályktun á 30. Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar í Reykholti Borgarfirði
Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar haldin í Reykholti 6.- 7. maí 2016, lýsir stuðningi við kröfur nýafstaðins Kirkjuþings að lögum um helgidagafrið verði viðhaldið.
Leikmannastefna beinir því til Alþingis að endurskoða heildarlöggjöf um helgidagafrið en tryggja um leið að upphafleg markmið hennar haldi gildi sínu.
Helgi K. Hjálmsson vildi harðari ályktun varðandi helgidaga (sjá fylgiskjal 6) en ákveðið var að vísa þessu til Leikmannaráðs.

Marinó Þorsteinsson, formaður leikmannaráðs, þakkaði fundarstjóra og fundarriturum fyrir störf sín og fundarmönnum fyrir vel heppnaða leikmannastefnu.

11. Slit á Leikmannastefnu
Biskup sleit stefnunni í safnaðarheimili Reykholtssóknar.


Fylgiskjöl