Leikmannastefna 2017

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar í Hjallakirkju

2. september 2017

 

Fundargerð

 

Þann 2. ágúst 2017, sendi biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir út bréf/tölvupóst þar sem boðað var til Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar 2. september 2017 í Hjallakirkju Kópavogi og dagskrá. Fyrirhugað var að halda Leikmannastefnuna 22. apríl 2017, en vegna lítillar þátttöku var henni frestað til 2. september 2017.

 

31. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar

haldin 2. september 2017 í safnaðarheimili Hjallakirkju

 

Laugardagur 2. september 2017

 

09.30   Setning

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir

 

10.00   Kosning fundarstjóra og skipun ritara

Skýrsla leikmannaráðs og reikningar

Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson

Umræður

 

10.30   Lúther og leikmaðurinn

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Umræður

 

11.15   Nýja sálmabókin, Sálmabókarnefnd

Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju

11.45   Hjallakirkja

Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju

12.00   Hádegisverður

 

13.00      Stoppleikhópurinn með kynningu á leikritinu „um manninn Lúther“

13.30      Sóknargöldin og staða sóknanna

Einar Karl Haraldsson Kirkjuþingsmaður

 

14.15     Prentverk framtíðarinnar

Þorvarður Goði Valdimarsson verkefnastjóri

 

14.45   Kaffihlé

 

15.00      Kosningar

 

15.30   Ályktanir og önnur mál

 

16.00   Móttaka í Biskupsgarði,

 

17.30   Slit Leikmannastefnu,