Skýrsluskil  

Nýr þjónustuvefur naust.kirkjan.is  er komin í notkun og þar fara fram skýrsluskil presta.

Skýrsluskil presta og djákna

Frá janúar 2010 hafa skil starfsskýrslna presta og messugjörðaskýrslna sóknarpresta verið rafræn í gegnum þjónustuvef kirkjunnar. Skilin urðu þá mánaðarleg og skýrsluformin breyttust frá því sem áður var. Árlegar skýrslur skilað á gamla forminu fullnægja ekki óskum um veitt gögn. Frá janúar 2012 skila djáknar starfsskýrslum. Skýrsluskilin byggja á starfsreglna um presta.

Presti er skylt að færa embættisbækur, skýrslur og skrár og sinna skjalagerð, skjala­vistun og skýrsluskilum vegna embættisins samkvæmt nánari fyrirmælum biskups. [...]

Sóknarprestur ber ábyrgð á færslu embættisbóka prestakallsins og skil á skýrslum um embættisverk til biskupsstofu og Þjóðskrár.

8. mgr. 3 gr. og 2. mgr. 9. gr. starfsreglna um presta nr. 1110/2011

Skýrslum er skilað í lok hvers mánaðar og skal vera lokið innan 45 daga. Skýrslurnar eru samantekt á starfi mánaðarins og byggja á dagbókum presta og kirkjubókum sóknanna.

Prestur skal halda dagbók yfir störf sín og embættisrekstur og gefa biskupi skýrslur um það er eftir er leitað.

Prestur skal sjá til þess að athafnir séu færðar í kirkjubækur prestakallsins og standa Hagstofu Íslands [Þjóðskrá] skil á skýrslum eins og lög og reglur kveða á um.

Erindisbréf prests

Prófastar hafa aðgang að skýrsluskilayfirliti og öllum skiluðum skýrslum fyrir sín prófastsdæmi.

a) Prófasti ber að annast um að biskupi Íslands berist árlega skýrslur úr öllum prestaköllum prófastsdæmisins

28. gr. starfsregla um prófasta nr. 966/2006

 

Eyðublöð

Umsókn um námsleyfi presta 2018-2019 - Sendist til biskups Íslands fyrir 15. janúar 2018

Námsleyfi umsóknareyðublað 2018-2019 (002)