Á Biskupsstofu er starfrækt upplýsingatæknisvið (sem heyrir undir kirkjuráð) sem veitir stoðþjónustu á eftirfarandi starfsstöðvum:

  • Biskupsstofu; Laugavegi
  • Tónskóla kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sérþjónustupresta; Grensáskirkju
  • Skálholt

Þjónustan er mismunandi eftir stofnunum en um getur verið að ræða afnot af búnaði, nettengingum, símkerfi, afritun, vírusvarnir, vefhýsingu, notendaðstoð svo og aðra aðstoð og ráðgjöf.

Verkefnisstjóri er Hermann Björn Erlingsson (hermann@biskup.is, 528 4067).

Tölvupóstur

Starfandi prestar fá úthlutað pósthólfi með tilheyrandi @kirkjan.is netfangi. Nafnaregla netfanga er fullt nafn viðkomandi án íslenskra sérstafa þar sem punktur skilur að orð, dæmi Orn.Thordarson@kirkjan.is.

Vefpóstur: https://vefpostur.kirkjan.is

Mælt er með því að pósthólfið sé sett upp sem Exchange, nýrri póstforrit ættu þá að finna allar stillingar sjálfkrafa. Stillingar fyrir uppsetningu pósthólfsins í eldri póstforritum er að finna undir > Options > Mail > Accounts > “POP and IMAP” í vefpóstinum. Notendanöfn pósthólfa sem sett voru upp fyrir 2015 eru á sniðinu fornafn + punktur + tveir fyrstu stafir kenninafns, td. orn.th@kirkjan.is. Notendanöfn nýrri pósthólfa er eins og netfangið.

Hægt er að fá úthlutað netfangi með nafni sóknarinnar eða kirkjunnar sem er þá annaðhvort nýtt af kirkjuverðinum eða áframsent á netfang prestsins. Einnig er hægt að sækja um netfang fyrir annað starfsfólk sem sinnir kirkjustarfi og er í meira en 75% starfi. Kostnaður vegna þess pósthólfs yrði greiddur af viðkomandi sókn. Beiðni um netfangið þarf að koma frá sóknarprestinum.

Umsóknir um netföng sendist á kerfisstjori@kirkjan.is. Ef aðgangsorð glatast er hægt að biðja um nýtt í síma 528 4049.

Meðferð tölvubréf

Á vefslóðinni http://kirkjan.is/tolvubref/ er síða með upplýsingum meðferð tölvubréfa sem berast fyrir mistök. Vísa má á hana í fæti tölvubréfa.

Þjónustuvefur kirkjunnar

Vefslóð: naust.kirkjan.is