Inngangur

Viðbragðaáætlun kirkjunnar er ætlað að samræma viðbrögð kirkjunnar við stórslysum annars vegar og almannavarnarástandi hins vegar, enda er kirkjan hluti stærri heildar sem starfar náið saman í slíkum aðstæðum.

Hópslysanefnd kirkjunnar hefur, samkvæmt samþykkt Kirkjuþings 2004, yfirumsjón með skipulagi á viðbrögðum kirkjunnar vegna stórslysa og þegar almannavarnarástand ríkir (sjá www.kirkjan.is/vidbrogd).

Prófastsdæmi eitt eða fleiri er grunneining viðbragðaáætlunar kirkjunnar. Prófastar bera ábyrgð á gerð viðbragðaáætlunar hvers prófastsdæmis.

Viðbragðaáætlun kirkjunnar og prófastsdæmanna skal haldið virkri með stöðugri endurskoðun í samræmi við reynsluna og með reglulegum æfingum.

Viðbragðaáætlun kirkjunnar er gefin út og send á alla þá aðila sem hún tekur til, bæði innan kirkju svo og helstu samstarfsaðila, auk þess er hún aðgengileg á heimasíðu kirkjunnar (www.kirkjan.is/vidbrogd).

Viðbragðaáætlun kirkjunnar á pdf-sniði.

Mikilvæg símanúmer

  • Biskupsstofa 528-4000
  • Neyðarlínan 112
  • 1717 (Neyðarsími Rauða krossins)
  • Landsskrifstofa Rauða Kross Íslands 570-4000

Fylgiskjöl