Prestastefna 2016

Prestastefna 2016 verður sett í Digraneskirkju þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 18:00. Yfirskrift stefnunnar er ,,Öll veröldin fagni fyrir Drottni!”Prestastefna 2016 prósessía án texta

Miðnefnd mun starfa á stefnunni og er formaður hennar séra Ólafur Jóhannsson, olafur.johannsson@kirkjan.is. Aðrir í miðnefnd eru séra Axel Árnason Njarðvík og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Hver sá einstaklingur sem hefur tillögurétt á Prestastefnu getur óskað eftir því við miðnefnd að mál er varðar kirkju og kristni verði tekið á dagskrá á stefnunni. Slíkar óskir skulu vera skriflegar og berast miðnefnd viku fyrir setningu Prestastefnu eða eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 5. apríl. Miðnefnd úrskurðar hvort mál, sem óskað er að tekið verði á dagskrá sé þess eðlis að það varði málefni prestastéttarinnar, eða kirkju og kristni. Fullnægi mál þeim skilyrðum að mati miðnefndar telst það fundartækt og er þá skylt að taka það á dagskrá. Fullnægi mál ekki þeim skilyrðum telst það ekki fundartækt. Hnekkja má úrskurði miðnefndar með einföldum meirihluta atkvæða á Prestastefnu.

Prestastefna hefst með prósessíu frá kapellu Digraneskirkju og skulu þátttakendur vera tilbúnir þar, í sínum embættisklæðum, eigi síðar en kl. 17:45.

Hanna Sampsted tekur við skráningum á Prestastefnu á netfangið hanna.sampsted@kirkjan.is.
Skráning þarf að berast eigi síðar en fimmtudaginn 7. apríl nk.

 

Dagskrá:

„Öll veröldin fagni fyrir Drottni“ (Sl. 100:1)

Þriðjudagur 12. apríl

17:45 Prósessía frá kapellu Digraneskirkju.

18:00 Helgistund í Digraneskirkju.

18:40 Tónlistaratriði í umsjón Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista.

18:45 Setning Prestastefnu í Digraneskirkju.

19:45 Móttaka í Safnaðarheimili Digraneskirkju.

 

Miðvikudagur 13. apríl

8:30 Morgunbæn í Digraneskirkju. Prestur séra Sigurður Rúnar Ragnarsson.

9:00 Biblíulestur í Digraneskirkju. Þrír hópar, umsjón: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, séra Bryndís Malla Elídóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson.

10:00 Helgihaldið og handbókin, nágrannalöndin og hópavinnan framundan. Fimm erindi.

-          Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir: Ráðstefnan Leitourgia: Áskoranir og möguleikar í helgihaldi.

-          Séra Þorvaldur Karl Helgason: Endurskoðun handbókar sænsku kirkjunnar.

-          Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir: Málfar og guðfræði handbókarinnar.

-          Séra Hildur Björk Hörpudóttir: Nýsköpun í helgihaldi, reynsla presta af handbókinni.

-          Séra Kristján Valur Ingólfsson: Handbókarvinna þjóðkirkjunnar.

11:30 Handbók íslensku þjóðkirkjunnar : hópastarf.

12:20 Hádegismatur.

13:15 Handbók íslensku þjóðkirkjunnar : hópastarf.

15:30 Kynning á drögum nýrrar sálmabókar. Séra Jón Helgi Þórarinsson, starfandi formaður sálmabókarnefndar.

17:00 Önnur mál.

18:00 Kvöldbæn í Digraneskirkju. Prestur séra Þráinn Haraldsson.

20:00 Móttaka í biskupsgarði – léttar veitingar.

Fimmtudagur 14. apríl

8:30 Morgunbænir í Digraneskirkju.

9:00 Biblíulestur í Digraneskirkju. Þrír hópar, umsjón: Séra Gunnar Sigurjónsson, séra Kristín Pálsdóttir og séra Sigfús Kristjánsson.   

10:00 Önnur mál ; miðnefnd.

12:00 Messa og slit Prestastefnu.

12:40 Hádegismatur.

 

13:30 Málþing fimm alda nefndar hefst í Digraneskirkju: Sjá hér: http://kirkjan.is/sidbotarafmaeli/2016/02/13/malthing-14-april-konur-og-sidbotin/#more-139

 

Hópastarf á prestastefnu: þátttakendur velja sér hóp og koma því vali á framfæri um leið og þeir skrá sig til þátttöku.

Nöfn hópa og hópstjóra:

1. Grundvallarspurningar um helgihald og opinbera trúariðkun, séra Gunnlaugur Garðarsson.

2. Messan, fyrir prédikun, og aðrar guðsþjónustur, séra Kristín Þórunn Tómasdóttir.

3. Messan, eftir prédikun,  og aðrar guðsþjónustur, séra Þorvaldur Karl  Helgason.

4. Skírn og  skírnarguðsþjónustur, séra Guðni Már Harðarson.

5. Fermingin, séra Guðmundur Karl Brynjarsson.

6. Hjónavígslan, séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

7. Útförin, séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

8. Perikópur og predikunartextar, séra Guðni Þór Ólafsson.

9. Bænir, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir.