Prestastefna 2010


Prestastefna verður haldin í Vídalínskirkju dagana 27. til 29. apríl 2010. Yfirskrift hennar er „Hirðir, leiðtogi á tímum uppgjörs og uppbyggingar“.

125 prestar og djáknar eru skráðir á Prestastefnu sem hefst með messu í Vídalínskirkju í Garðabæ,  kl. 18 þriðjudaginn 27. apríl. Sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir, prófastur á Eiðum, predikar og prestar Garðaprestakalls þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands og vígslubiskupum. Kl. 21 flytur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, yfirlitsræðu sína.

Miðvikudaginn 28. apríl verður umræða um samfélagsmál undir yfirskriftinni Uppgjör og uppbygging. Umfjölluninni er skipt í tvo hluta. Kl. 10:30 munu Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaholtsskóla, og Vilborg Oddsdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fjalla um aðstæður barna og ungra fjölskyldna. Eftir hádegi, kl. 13:15 munu dr. Vilhjálmur Árnason, prófessor, og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent, fjalla um siðferði og samfélag. Á dagskrá þann dag eru einnig umræður um hirðis- og leiðtogahlutverkið á tímum uppgjörs og uppbyggingar og um sérhæfða eftirfylgd í söfnuðum þjóðkirkjunnar.

Fimmtudaginn 29. apríl verður rætt um nýtt frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og um mat á stefnumótun þjóðkirkjunnar 2004-2010. Prestastefnu lýkur kl. 14:30 á fimmtudag með messu í Vídalínskirkju.

Ályktanir

Myndir frá Prestastefnu

Myndir á myndasvæði kirkjunnar

Nánar

Fyrir fjölmiðla

Dagskrá Prestastefnu

Myndir frá Menntadegi og aðalfundi PÍ

Skjöl og erindi

Setningarræða Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands

Kveðja til prestastefnu frá Lútherska heimssambandinu

Kveðja til prestastefnu frá lúthersku kirkjunni í Bretlandi

Hrun og hjálpræði - Gunnþór Þ. Ingason

Mannskilningur farsæls samfélags - Sólveig Anna Bóasdóttir

Kveðja frá lútherska heimssambandinu

Kveðja frá lúthersku kirkjunni í Bretlandi

Sólveig Anna Bóasdóttir: Mannskilningur farsæls samfélags