Prestastefna 2014


Prestastefna árið 2014 fram á Ísafirði 10.-12. júní. Síðast var hún þar haldin fyrir 35 árum. Yfirskrift stefnunnar er „þér eruð greinarnar“ og er vísað til orða Jesú er hann segir: „Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert“.

 

Dagskrá prestastefnu

Skráning á prestastefnu.

Mál til umræðu

Fundarsköp prestastefnu

Frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga

Tillaga að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta

Prestastefna á vefnum

Myndir frá Prestastefnu verða settar á myndavef þjóðkirkjunnar. Myndir og færslur á facebook, twitter og instagram má merkja með #prestastefna2014

Miðnefnd

Formaður miðnefndar er séra Sigurður Jónsson (soknarprestur@askirkja.is). Aðrir í miðnefnd eru: Séra Guðbjörg Arnardóttir, Jón Jóhannsson djákni, séra Sigfús Kristjánsson og séra Sigríður Munda Jónsdóttir.

Hver sá einstaklingur sem hefur tillögurétt á prestastefnu getur óskað eftir því við miðnefnd að mál er varðar kirkju og kristni verði tekið á dagskrá á stefnunni. Slíkar óskir skulu vera skriflegar og berast miðnefnd eigi síðar en á hádegi, miðvikudaginn 11. júní.

Miðnefnd úrskurðar hvort mál, sem óskað er að tekið verði á dagskrá sé þess eðlis að það varði málefni prestastéttarinnar, eða kirkju og kristni. Fullnægi mál þeim skilyrðum að mati miðnefndar telst það fundartækt og er þá skylt að taka það á dagskrá. Fullnægi mál ekki þeim skilyrðum telst það ekki fundartækt. Hnekkja má úrskurði miðnefndar með einföldum meirihluta atkvæða á prestastefnu.

Skjöl

Bréf til þátttakenda á Prestastefnu, 13/5/2014

Biblíulestur, sr. Halldóra Þorvarðardóttir

Biblíulestur, sr. Dalla Þórðardóttir

Biblíulestur, dr. Gunnar Kristjánsson

Biblíulestur, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason

Biblíulestur, sr. Jón Ármann Gíslason

Biblíulestur, sr. Gísli Jónasson

Biblíulestur, sr. Lára G. Oddsdóttir

Kort af Ísafirði

Kort af Ísafirði. Smellið á myndina til að sækja það í fullri stærð.