Prestastefna 2015

Prestastefna 2015 borði

Prestastefna verður haldin 14.-16. apríl 2015 í Grafarvogskirkju.

„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn
til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ Jh. 3:16

Stefnan verður sett í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 18.

Miðnefnd mun starfa á stefnunni og er formaður hennar séra Ólafur Jóhannsson, olafur.johannsson@kirkjan.is. Hver sá einstaklingur sem hefur tillögurétt á Prestastefnu getur óskað eftir því við miðnefnd að mál er varðar kirkju og kristni verði tekið á dagskrá á stefnunni. Slíkar óskir skulu vera skriflegar og berast miðnefnd eigi síðar en á hádegi, miðvikudaginn 15. apríl. Miðnefnd úrskurðar hvort mál, sem óskað er að tekið verði á dagskrá sé þess eðlis að það varði málefni prestastéttarinnar, eða kirkju og kristni. Fullnægi mál þeim skilyrðum að mati miðnefndar telst það fundartækt og er þá skylt að taka það á dagskrá. Fullnægi mál ekki þeim skilyrðum telst það ekki fundartækt. Hnekkja má úrskurði miðnefndar með einföldum meirihluta atkvæða á Prestastefnu.

Prestastefna hefst með prósessíu frá neðri hæð Grafarvogskirkju og skulu þátttakendur vera tilbúnir þar, í sínum embættisklæðum, eigi síðar en kl. 17:45.

Hanna Sampsted tekur við skráningum á Prestastefnu á netfangið hanna.sampsted@kirkjan.is.
Skráning þarf að berast eigi síðar en fimmtudaginn 9. apríl nk.