Fundargerð Prestastefnu

Prestastefna í Digraneskirkju 12. – 14. apríl 2016

„Öll veröldin fagni fyrir Drottni“ (Sl. 100:1) 

 

Miðvikudagur 13. apríl

 

10:00 Helgihaldið og handbókin, nágrannalöndin og hópavinnan framundan. Fimm erindi.

 

Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir: Ráðstefnan Leitourgia: Áskoranir og möguleikar í helgihaldi.

 

Leiturgia var stofnuð 2005. Það er vettvangur og samskomustaður þeirra er vinna að helgihaldi, í háskólanum og þeirra sem vinna við helgihald, eru að miðla, skapa og upplifa það. Þetta er unnið staðbundið og á landsvísu.

Fyrirmynd að Leiturgia er frá Bandaríkjunum. Þar er mótað starf í kringum liturgíuna.

Á norðurlöndunum er líka fólk sem ekki er Lútherskt. Starfsemi þeirra eru ársfundur, þar eru vinnufundir sem fólk skráir sig á. Þetta verkefni hófst í Svíþjóð var þar einungis fyrstu árin, breiddist síðan út um Norðurlöndin og s.l. haust var ráðstefnan á Íslandi. Á ráðstefnunni hér var rýnt í arfinn hér og sérstaklega íslensku Kvennakirkjuna sem er stórt framlag í íslensku kirkjulífi. Liturgian hjálpar íslensku kirkjunni í vinnu við að leggja lokahönd á nýja handbók kirkjunnar.

Alþjóðlegt og málefnalegt starf, hjálpar okkur að greina áskoranir og möguleika. Hjálplegt að sjá hvað það er  sem er. Er til rauður þráður um guðsþjónustu og helgihaldsþróun. Nálægð 500 ára afmælis siðbótarinnar mikilvægt. Meðvitundin um að kirkjan er á kantinum í samfélagi okkar er áskorun. Fámennar athafnir algengari. Fræðsla í gegnum fjölmennar athafnir.

Hvernig bregðusm við við risa áskorunum, fljótt.

 

Þorvaldur Karl Helgason Endurskoðun sænsku handbókarinnar. Kynning.

Hann ætlar að greina í nokkrum orðum það sem er að gerast í sænsku kirkjunni varðandi endurskoðun handbókarinnar, hún stendur yfir og er til reynslu núna frá síðustu áramótum og til maí loka. Svo tekur við að hún er notuð sem tilraunaútgáfa og stefnt er að útkomu hennar 2018.

 

Kirkjur um allan heim endurskoða handbækur reglulega. Með áratuga millibili, Sænska og íslenska kirkjan hafa fylgst dálítið að í þessu.

 

Af hverju? Margt breytist eins og til dæmis biblíuþýðingar og staða kirkjunnar í samfélagi.

 

Ástæðan fyrir því að þetta er kynnt hér er að helgisiðum svipar saman en Svíarnir hafa fjármuni og mannskap í ríkara mæli en við. Það sem þeir hafa stoppað við er að það fækkar í hefðbundnum almennum guðsþjónustum en það fjölgar í öðrum, skírnum til dæmis. Fjölgar líka guðsþjónustum fyrir sérstaka hópa.

Samkirkjulegar samþykktir hafa líka áhrif. Til dæmis Vadikanþingið 62-65 sem hafði áhrif um allt og Lima skýrslan frá 82 og Porvo samkomulagið sem við undirrituðum árið 1995.

 

Hvað er það sem á að gerast? Hún á að endurspegla trú játningar og kenningu kirkjunnar. Áhersla á orðið og máltíðina. Um leið er togstreita, hefðbundið vs staðbundið form, fastir liðir, endurtekningar vs. Nýjungar.

 

Liturgia getur líka verið góð til að gagnrýna guðfræðina. Mikilvægt að það sé góð guðfræði sem endurspeglast í handbókinni.

 

Staða hennar er að hún er alltaf normið varðandi innihald og inntak guðsþjónustunnar. Eldri handbókin þeirra frá 43, áhersla á einstaklinginn, á kirkjuna og á að söfnuðurinn sé alltaf þiggjandi. Handbókin frá 86 söfnuðurinn er þátttakandi, hann er samfélag og presturinn eru um leið einn af samfélaginu og að söfnuðurinn er virkur, ekki bara þiggjandi. Handbók er það sem þeir segja núna er að sameina þetta tvennt. Einstaklingurinn andspænis sjálfum sér eins andspænis samferðafólki og sköpuninni og einstaklingurinn andspænis Guði.

 

Mikið hefur verið rætt um málfar.  Málfar er ekki bara málfar beggja kynja, heldur er það stærra verkefni. Er eitthvað í málfarinu sem er hindrun. Tala sérstaklega um börnin, (sjá greinargerð um handbókina) Muna að hafa málfarið þannig að það er umvefjandi, lesa handbók og messuna með augum barna. Íslenskur skóli er skóli án aðgreiningar, er guðsþjónustan það?

 

Ekki vera að hrófla við textum sem eru fólki kærir, frekar skrifa nýja. Hefti um tónlist í messu, nýjar tillögur að tónsöng sem er þar að finna. Aðdragandi að tónlistarstefnu. Tónlistin, glaðvær, auðveld og þjóðleg.

 

Samfélagið, nútímahugsun er svo ótrúlega einstaklingsmiðuð, við skulum leggja áherslu á samfélag, kirkjan er samfélag en þó má ekki týna því að kirkjan er samfélag. Virkja söfnuðinn, en líka muna það að fólk sem kemur til gusðþjónustu vill líka frið, ekki nú skulum við öll…í skipunartóni

 

Yfirskrift fyrir allar kristnar kirkjur í heimi, þar sem fólk kemur saman á upprisudaginn á grundvelli skírnarinnar til þess að hlýða á og túlka orð biblíunnar, lofsyngja, þakka og biðjast fyrir. Eiga saman heilaga kvöldmáltíð og vera síðan send til þjónustu um allan heim. Hvernig þetta er túlkað er svo misjafnt. Safna af táknum og athöfnum. Tákn orð og atferli mætast og blandast og það lýkst upp eitthvað nýtt. Það sem allra augu beinast að er miðja guðsþjónustunnar er Jesús sem opnaði það að guðsþjónustan er fyrir alla.

Kirkjuhandbók, uppbygging guðsþjónusta, safnast sama (inngangur), Orðið, Borðið, Sending (útganga).  Nú vilja þeir forðast orðið lok heldur nota sendingu í staðin. Ávalt lestur úr biblíu, að það sé útlegging, skírn og messa hvern sunnudag.

 

Samantekt

Málnotkun, Börnin eru líka söfnuður (fermingarbörn til dæmis virk í fermingunni, allir krakkarnir í einu sem segja jáið saman), ný biblíuþýðing frá 2000 í Svíþjóð, frá 2007 á Íslandi) sem þýða talsverðar breytingar.

 

Í takt við lög og reglur sem gilda. Stangast eitthvað á ?

Samkirkjulegt sjónarmið, erum aðilar að stærra samhengi og þess vegna er messan eins uppbyggð. Málfar yfirleitt, er það hátíðlegt eða hversdagslegt, er það almennt eða persónulegt, hver er guðfræðin. Tónlistin, afar mikilvæg, nýr söngur, valfrelsi. Uppbygging sú sama – innganga, orðið, máltíðin sendingin

Hvað er það sem er mikilvægt?

 

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir: Málfar og guðfræði handbókarinnar.

Fjallaði um persónulega reynslu sína af Handbók Þjóðkirkjunnar og velti því fyrir sér hvaða guðfræði hafi verið til grundvallar þegar Handbókin frá 1981 var unninn.  Elína sagði sjálf að Handbókin frá 1981 hafi reynst henni erfið á námsárunum og geri það jafnvel enn. Málfar og guðfræði handbókarinnar er henni framandi og ein ástæða þess að hún sjálf fjarlægðist kirkjuna á sínum tíma.  

Í handbókinni frá 1981 er málfarið óaðgengilegt venjulegu fólki og talaði hún um „himnesku í því samhengi“, messutónið er einnig fráhindrandi og guðfræðin íhaldssöm (mikil áhersla á synd og dauða, en ekki á náð, líf og fyrirgefningu). Þessir þættir vinna að hennar mati gegn markmiði guðsþjónustunnar, sem er að vera rammi utan um fagnaðarerindið. Að hennar mati getur formið unnið gegn því markmiði okkar að koma hinum krisnta boðskap til skila.  Elína vitnaði í Lúther, sem sagði form guðsþjónustunnar mega vera margs konar. Það er kirkjunni mikilvægt að setja messuna og boðskapinn fram á þann hátt að sem flestir geti meðtekið hann.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, kynnir rannsókn sína á reynslu presta af handbókinni

Um 80 % svöruðu rannsókninni, tilgangur var að varpa ljósi á viðhorf presta til nýsköpunar, þróunar og breytinga í starfi.

 

Nútíminn býður upp á nýjar aðferðir, hefðin hefur þó verið mikilvæg og kirkjan sjaldan sett í samhengi við nýsköpun. Ekki bara átt við það sem er gert úr engu heldur skapa ný verðmæti úr einhverju sem fyrir er. Frumkvæði og framkvæmd.

 

Nýsköpun þróun og breytingar í starfi gengur best þar sem fólki líður vel í starfi og tengist vel. Starfslýsing hefur áhrif á svigrúm til nýsköpunar. 80% svarenda taldi sig hafa svigrúm til nýsköpunar. Þeir sem ekki töldu sig hafa það töluðu um forna texta til dæmis. 56% vildu hreyfa sig til í starfi, konur frekar en karlar. Hreyfanleiki er forsenda nýsköpunar. Tími til nýsköpunar, 60 %  sögðu nei,

 

Hvað tekur mestan tíma í starfi, undurbúningur fyrir guðsþjónustur og svo sálgæsla. Hvar er þörf fyrir nýsköpun? Fyrst stjórnun og skipulagsmál.

 

Ert þú að vinna að nýsköpun, 83 svöruðu játandi. Sumum prestum finnst auðvelt að setja persónulegt mark sitt á athafnir í handbókinni. Hverju breytir fólk, tungumáli, ólíkt messuform.

Tungumáli, of fjarlægt formlegt, karllægt. Breyttu bænum, of langir eða ekki í takt við samtímann. Guðfræði handbókarinnar of kenni setningaleg og syndamiðuð. Mikilvægt að prestar fengju að umorða kollektubæn. Margir nefndu að þeir vikju helst frá handbók með ólíku messuformi. Sleppa úr og bæta við messuformið. Fleiri biblíutextar við kistulagningar og útfarir var kallað eftir. Gagnagrunn þar sem prestar geta lagt til form og bænir. Vildu ráðgjöf frá biskupsstofu varðandi nýsköpun. Þeim fannst þeir heldur ekki fá mikinn stuðning frá samstarfsfólki. Gagnagrunnur væri skref í átt til meira samstafs og stuðnings kollega. Minnka álag, efla nýsköpun og fá stuðning og ráð til þess.

 

Séra Kristján Valur Ingólfsson: Handbókarvinna þjóðkirkjunnar.

 

Handbók kirkjunnar 1981 kemur nú til umfjöllunar í annað sinn á prestastefnu og var hún áður til umfjöllunar 2005 í Neskirkju. Síðan þá hafa ýmsar tillögur verið settar á vefinn og settar í notkun til reynslu. Mikilvægt er að hafa í huga að Samþykktir um innri málefni setja ramma utan um handbókarvinnuna. Unnið er að því að koma nýrri sálmabók og handbók út 2017 í tilefni af siðbótarafmælinu.

 

Á síðastliðnum árum hefur málfar á Íslandi breyst gríðarlega mikið og verður að taka tillit til þess, að vísu er málfar síðbreytilegt. Handbókarnefndin reynir að fylgjast með því sem er að gerast í helgihaldi safnaða og draga lærdóm af því.

 

Hafa ber í huga að þó mikið frjálsræði ríki í guðsþjónustuhaldi lútherskra kirkna eru skýrar grundvallarreglur um tilbeiðslulíf safnaða í gildi og eru Porvoo kirkjunar til að mynda bundnar af þeim reglum. Nú þegar eru tilbúnar tillögur að breyttri framkvæmd skírnar, annað hjónavíglsuritúal, greftrun druftkera og form fyrir útfarir ungabarna.

 

Messan er óbreytt í tillögum að undanskildum nokkrum þáttum. Til stendur að endurskoða textaraðirnar og hefur þegar verið skipuð períkópunefnd. Stefnt er að því að Handbók kirkjunnar verði í tvennu lagi annars vegar messubók og athafnabók. Vegna aukinnar fjölbreytni verður prestastéttin að standa saman að þeim óbreytanlegu þáttum handbókarinnar sem lýsir trú okkar. Vígðir þjónar eru leiðtogar og eiga að varðveita þennan boðskap. 

 

Séra Jón Helgi Þórarinsson, starfandi formaður sálmabókarnefndar. Kynning á drögum nýrrar sálmabókar.

 

Sálmabók 2017 stendur á grunni hefðar Þjóðkirkjunnar (ÞK).  Sálmarnir þurfa að samrýmast hefð ÞK. Í sálmum sálmabókar er fjársjóður trúarheimsins. Það þarf að huga að arfinum. Sálmarbók ÞK skal einnig vera lesbók. Fyrsta vers er með nótum en öll síðari erindi eru sem ljóð. Gæta skal brags eða annars ljóðaforms, þarf annaðhvort að vera alveg samkvæmt bragfræðinni eða óbundið, ekki blanda, því það er ekki auðvelt að syngja það. Sálmar þurfa að vera út frá tilgangi, t.d gæti boðskapur verið um efa sem ekki var áður.

 

Nefndin telur hæfilegt að sálmabókin sé um 700 sálmar.

Norðmenn hafa rannsakað hvað einn söfnuður notar marga sálma, það eru 150.

Það þarf hins vegar að varðveita arfinn og það þarf að opna fyrir nýjungum.

Sálmar settir inn á sálmasarp, þeir sem ekki eru í sálmabókinni. Sumir sálmar sem felldir eru niður fara í bænasarpinn.

 

Ef margir sálmar hafa sama efni þá er þeim fækkað. Ef ekki er annar með sama efni þó að sálmur sé illa saminn þá verður hann áfram. Í nýju sálmabók verða ekki hljómar yfir sálmabók. Enn er verið að leita að nýjum sálmum. Það vantar enn efni um  sálma í borg og náttúruvitund og vernd. Frestur er til 15. maí 2016.

 

Samþykktir úr eldri sálmabókum eru 647sálmar, felldir út 169 sálmar.

Gera þarf athugasemd við þetta fyrir 30. apríl. Senda sr. Jóni Helga Þórarinssyni.

Endanleg niðurstaða verður kynnt í haust. Í nóv. 2016 verður hún lögð til samþykktar fyrir Kirkjuþing.  Ef kirkjuþing samþykkir verður hún kynnt í janúar 2017.  

 

Sálmabók 2017 – Kynningarmál  Margrét Bóasdóttir

Hún er tilbúin að vera með söfnuðum víða um land með sálmasöngstund til að

kynna sálmabókina.

Margrét vill gefa út fyrir árslok vinnuhefti fyrir presta með messunni og öllu efni fyrir presta í einni bók og messusöngva Bjarna Þorsteinssonar fyrir alla presta í eina bók.

  • Markmiðið er að vera með sálmamaraþon í anda Norðmanna 2015 og syngja sálma 1 – 700 í beinni útsendingu.
  • Einnig þarf að kynna sálmana og sú vinna er þegar hafin með kynningu á sálmum 2013. Margrét býðst til þess að aðstoða presta víða um land við að setja upp sálmakvöld eða sálmadaga.
  • Kynningarátak: Ýmislegt í farvegi í gegnum prentmiðla, samfélagsmiðla og sjónvarp til þess að vekja athygli á nýrri sálmabók.
  • Margrét og Jón Helgi leggja þunga áherslu á að fermingarbörn kaupi áfram sálmabók. 

Sálmabók 2017 – Útgáfumál: Edda Möller

Lagði áherslu á mikilvægi þess að við höldum sálmabókina á lofti vegna þeirrar mikilvægu boðunar sem textar sálmanna hafa. Hefur orðið þess var að sálmaviðbætirinn frá 2013 er mikið notaður og hvetur presta til þess að standa saman að því koma nýrri sálmabók í gagnið. Sálmabókin verður ódýr og samkvæmt núverandi fjárhagsáætlun er stefnt á að halda verði bókarinnar undir kr. 3300,- með magnafslætti.

 

Önnur mál – miðvikudagur 13. apríl

 

Gísli Jónasson – Málefnið, erlend kona kom í heimsókn um daginn og hélt

fyrirlestur í Neskirkju og fjármál kirkna og var að kynna ýmis önnur málefni

kirknanna. Gísli fékk aulahroll vegna þess að upplýsingar skorti frá Íslandi.  

Ísland, við erum svo léleg í að halda saman tölum um hvað við erum að gera.

 

Hann spyr af hverju við skilum ekki skýrslunum sem við eigum að skila svo að

hægt sé að meta hvort skírnum sé að fækka eða fjölga o. s. frv. Við höfum

tölfræðina ekki í lagi.

 

Sveinbjörg Pálsdóttir skrifstofustjóri og Andrea Þórðardóttir, frá

Félagsvísindastofnun HÍ.

 

Í undirbúningi er starfsumhverfiskönnun presta. Vinna við spurningalista fyrir

slíka könnun er talsverð glíma. Nefnd hefur verið sett saman af, þar eru sr.

Guðrún Helgu Karlsdóttir og sr. Óskar Óskarsson fyrir hönd PÍ, sr. Guðný

Hallgrímsdóttir fyrir sérþjónustuna og sr. Gísli Jónasson fulltrúi prófasta.  

 

Tímaplan, leggja lista fyrir Félagsvísindastofnun í lok maí 2016. Hún kallar eftir að prestar taka þátt í könnun.

 

Andrea Þórðardóttir kynnir könnunina, hún er megindleg, verður ógreinanleg. Könnun send í tölvupósti og tilvísun á tengil. Best að allir svari sem mestu.

Tekið verður m.a. fyrir álag og streitu í starfi, ímynd til kirkju o fl.

Könnunin er liður í að fá tæki til að bæta kirkjuna.

 

Sr. Gunnar Sigurjónsson bendir á Akademíu fyrir presta. Það eru enn dræmar undirtektir. Hann kynnir rannsóknarferð til US og hvetur kollega til að taka þátt í ferð hans. Hann hefur samið við biskup um að ferðin verði ekki tekin af sumarfríi fyrir hann eða þá sem koma með.

 

Sr. Baldur Rafn  kveður sér hljóðs útfrá þeim erfiðleikum sem hann hefur gengið í gengum og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Hann segir að  erfitt sé að koma réttum upplýsingum á framfæri í fjölmiðla. Sóknarnefndarformaður í einni sókn hætti og sagði á aðalsafnaðarfundi að hann muni aldrei koma aftur að starfi Þjóðkirkjunnar. Þar er mikil reiði. Hann vísar til lógós ÞK, boðandi, biðjandi, þjónandi. Hann segir að ÞK verði að fá almannatengil og að það sem fer frá kirkjufólki í fjölmiðla fari fyrst í gegnum almannatengil kirkjunnar.

 

Gunnlaugur Garðarsson kynnir ráðstefnu á vegum Hólastyftis um Eucaristic world wiev. Allir velkomnir.

 

Fimmtudagur 14. apríl

10:00 Önnur mál ; miðnefnd.

 

Önnur mál á prestastefnu 2016 í Digraneskirkju.

 

Eina tillagan sem kom hefðbundið fyrir miðnefnd þetta ár:

„Prestastefna 2016 lýsir  áhyggjum sínum yfir því, að hvalveiðum skuli hætt. Hvetur hún landstjórnina, að leita allra leiða til þess að þær hefjist á ný.“

sr. Pétur Þorsteinsson

 

Miðnefnd vísar þessu frá en bendir á að ef fundurinn vill þá geti þessi tillaga verið tekin til afgreiðslu.  Biskup frú Agnes Sigurðardóttir lýsir því að þetta mál falli um sjálft sig og þurfi prestar að berjast í þessu á einstaklingsgrundvelli.

 

Frú Agnes ákveður að taka til máls um málefni sem nýlega kom fram í fjölmiðlum. Hún sagðist telja að hér væri ekki um deilur að ræða heldur aðför að embætti biskups Íslands. Því hefur verið haldið fram að biskup hafi ekki þau völd og þá ábyrgð sem lög og hefð kirkjunnar mæla fyrir um. Hún segir að alveg frá í nóv. 2014 hafi verið reynt að vinna eftir hugmyndum sem aldrei eru sagðar eða settar á blað. Þær miða að því að setja biskupsembætti niður og hún vill ekki að það gerist á sinni vakt.  Hún vísar í þjóðkirkjulög máli sínu til stuðnings. Frú Agnes ber upp eftirfarandi ályktun:

 

„Prestastefna 2016 hvetur önnur kirkjuleg stjórnvöld til að styðja biskup Íslands í því mikilvæga verkefni sínu að fara með yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Mikilvægt er að allar breytingar á stöðu biskupsembættisins og Biskupsstofu fái fullnægjandi umfjöllun og kynningu Prestastefnu, kirkjulegra stjórnvalda og safnaða í landinu, séu þær fyrirhugaðar.“

 

Biskupinn segist vera 61 árs en hafi aldrei lent í að geta ekki unnið með fólki. Hún hélt að fólk væri að vinna með embættinu en ekki á móti því. Hún segir að þetta snúist ekki um sig heldur um embætti biskups. Hún segist ekki vera að halda í völd sem hún hefur ekki. Hún segist hafa notið mikils stuðnings biskupsstofu, prófasta og presta og hún hefur heyrt að hún sé á réttri leið. Þetta snýst um embættið og samvinnu.  Hún segir okkur hafa besta fagnaðarerindi til að boða og við verðum að vinna að því saman.

 

Dynjandi lófatak og prestar og djáknar rísa úr sætum.

 

Biskupinn býður fólki að taka til máls.

 

Geir Waage tekur til máls. Þakkar biskupi fyrir að hafa tekið málið á dagskrá og fyrir hófstilltan málflutning. Hann segir sjálfsagt að prestastefna samþykkti þessa ályktun, en varar við því hvernig orð ályktuninnar gætu verið túlkuð og bendir á að betra hefði verið að fá ályktunina fyrr í hendurnar. Geir bendir á að biskup fer með yfirstjórn kirkjunnar, æðsta vald kirkjunnar er Kirkjuþing, sem kýs úr sínum röðum kirkjuráð, sem ásamt biskupi Íslands fer með yfirstjórn kirkjunnar. Biskup Íslands er vissulega yfirmaður biskupsstofu en ekkert um það kemur fram í lögum.

Geir vísar til sögunnar er þjóðkirkjulögin komu til 1997 og bendir á að þá hafi mjög mikið breyst og fluttust mörg verkefni frá stjórnvöldum til Biskupsstofu. Kirkjuráð hafði áður verið ráðgefandi en eftir 1997 varð kirkjuráð stjórnvaldsnefnd sem er falið að beina ákeðnum sjóðum til verkefna. Hann segir að deilurnar séu látnar heita deilur um vald, því það er ekkert vald falið biskupi og kirkjuráði heldur verkefni sem fólk hefur með höndum, verkefni sem eru nákvæmlega útskýrð í lögum. Þessu til viðbótar er kirkjujarðasamkomulagið. Kirkjujarðasamkomulagið heyrir undir biskup og kirkjuráð vegna þess að mælt er fyrir um það í lögum að kirkjuráði beri að gera fjárhagsáætlun og tryggja að við hana sé staðið.

Þetta er módelið, biskup Íslands er ekki kjörin af kirkjuþingi og heyrir ekki undir það nema um þau verkefni sem lög greina, og er forseti kirkjuráðs.  

Kirkjuráðsmenn eru kjörnir af kirkjuþingi. Kirkjuráð er ráðgefandi en væru menn á ólíkum skoðunum réði biskup. Hann telur undarlega ráðstöfun að biskup sé þar forseti. Biskupi ber þó að halda sér innan þeirra marka sem áætlanir kirkjuráðs mæla fyrir um.

 

Hann rengir að þetta mál snúist um vald heldur sé það verkefni sem menn hafi undir höndum og þeir leysi sem framast þeir geta með tilstyrk laganna.

Við hrunið var óskað eftir því að þjóðkirkjan féllist á skerðingu á kirkjujarðasamkomulaginu og árum saman féllst kirkjuþing á þessa skerðingu. Þessi skerðing setti biskup og kirkjuráð í vanda við að halda úti prestsþjónustu í landinu. Þá var farið í þá neyðarráðstöfun að taka fé úr öðrum sjóðum til þess að standa undir prestsþjónustunni t.a.m. úr Jöfnunarsjóði sókna sem ekki má því það er fé sóknanna. Fyrst sýnist mér það hafa verið í formi lána, síðan fara menn á svig við lög um sjóðina að taka pening úr öðrum sjóðum. Tekið hefur verið fé og millifært gegn því sem mælt er fyrir í lögum og hefur Ríkisendurskoðun  gert athugasemd við aðfengin séu lán mörg ár í röð úr öðrum sjóðum.   

Sr. Geir segir að það leynist engum að hér sé verið að reyna að bjarga málunum en segir jafnframt að biskup Íslands fari ekki einn með umsýslu sjóðanna, heldur í samstarfi við Kirkjuráð. Varðandi kirkjumálasjóð, jöfnunarsjóð og kristnisjóð þarf að athuga ábyrgð þeirra sem með sýsla, að féð fari til þess sem það á að fara í. Kirkjuráðið ræður þessu ekki. Biskup Íslands á að fara eftir þessu og verður að hafa um það fullt samráð. Ábyrgð kirkjuráðs, einkum hinna kjörnu fulltrúa er, að farið sé með þetta fé eins og mælt er fyrir í lögum.

Hann þakkar fyrir þessa prestastefnu sem hafi gefið honum mikið. Hann þakkaði sérstaklega prúðmennsku biskups, sem mæðir mikið á og þakkar hann henni elskulega og hlýlega framkomu í garð okkar. En með því að standa að þessari ályktun, sagði hann, þá geri ég það með fyrirvara um að þessi samþykkt verði ekki notuð sem barefli eða vopn í þeim deilum sem framundan eru á kirkjuþingi, en þennan ágreining verður að leysa strax.

 

Sr. Davíð Þór Jónsson. Tekur undir orð Geirs um ályktun þá sem hér liggur fyrir og telur alveg ljóst að biskup Íslands fari að lögum og mikilvægt sé að kirkjuleg stjórnvöld styðji biskup í því að fylgja lögum. Davíð ræddi um lúterskan embættisskilning og þá aðgreiningu sem á að vera á milli veraldlegs- og

kirkjulegs valds. Hann telur að núverandi skipan mála gefi biskupi bæði vald hins veraldlega leiðtoga og andlega leiðtoga. Davíð skorar á prestastefnu hvort núverandi fyrirkomulag standist okkar embættisskilning og hvort ekki sé ástæða til að breyta.

 

Biskup minnti á að kirkjuþing sé sá vettvangur til þess að ræða um lög og reglur og fjármál kirkjunnar. Biskup lagði áherslu á samvinnu og að hún muni ekki líða það að valtað verði yfir biskupsembættið á hennar vakt.

 

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson

Hann talar um að hann finni þungann í salnum undir þessu máli núna þegar þessi tillaga er lögð fyrir, það er þungi yfir salnum. GRM þakkar góða ræðu sr. Geirs og framgöngu biskups í þessu máli, en það er eitthvað í þessari tillögu sem veldur honum áhyggjum. Hann er ekki viss um að hann treysti sér til þess að samþykkja þessa ályktun þar sem undirliggjandi eru átök. Ef við teljum að þessi tillaga hafi gott  í för með sér eigum við að samþykkja hana, en er þó ekki viss um réttmæti þess að afgreiða hana inn í hendur á kirkjuþingi sem er að taka til starfa.

 

Einnig tóku til máls sr. Gunnlaugur Garðarssonar, sr. Gunnþór Ingason, sr. Pétur Þorsteinsson, sr. Guðni Már Harðarsonar og sr. Gunnar Sigurjónsson.

Tillaga biskups var samþykkt.

 

BF/bf, jóg, ebv

 

Fyrir hönd ritara segi ég:

Takk fyrir okkur,

Bára Friðriksdóttir

jonomar@glerarkirkja.is

eva@keflavikurkirkja.is

barafrid@simnet.is