Ársreikningar sókna og kirkjugarða fyrir 2016

Eyðublöð fyrir ársreikninga sókna, prófastsdæma og kirkjugarða:

Uppgjör kirkjugarðs- og sóknargjalda

Uppgjör sóknargjalda er að finna á vef Fjársýslu ríkisins en uppgjör vegna kirkjugarðagjalda á vefnum Gardur.is.

Skimun starfsmanna

Eyðublað til að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá vegna starfs eða umsóknar um starf hjá þjóðkirkjunni:

Nýr vefur - naust.kirkjan.is

Skráningar og breytingar á skipan sóknarnefnda eru gerðar á nýjum vef, naust.kirkjan.is

Lokað hefur verið fyrir breytingar og nýskráningar í sóknarnefndum á vefnum innri.kirkjan.is.

Umsóknir í sjóði kirkjunnar vegna 2018 20. mars til 15. júní

Umsóknarform fyrir Jöfnunarsjóð sókna, Kirkjumálasjóð og Kynningar-, útgáfu- og fræðslusjóð kirkjunnar er að finna undir Skjöl > ný í stikunni efst að lokinni auðkenningu. Fresturinn til að sækja um rennur út á miðnætti 15. júní 2017 og þá lokast fyrir umsóknir. Magnhildur Sigurbjörnsdóttir veitir nánari upplýsingar um umsóknir í sjóði kirkjunnar.

Eingöngu auðkenning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum

Frá og með 1. feb. 2015 verða allir notendur vefsins (þ.e. einstaklingar) að nota Íslykilinn eða rafræn skilríki til að auðkenna sig. Einfalt og fljótlegt er að fá úthlutað Íslykli. Einnig er hægt að nota sömu þjónustu til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum, t.d. í farsíma.

Með því að smella á Auðkenning og svo Íslykill efst í hægra horninu er notandinn fluttur á auðkenningarvef Ísland.is. Að lokinni auðkenningu er hann sjálfkrafa fluttur til baka á þjónustuvefinn og er þá innskráður.


© Biskupsstofa 2002-2018 · Vantar þig aðstoð?