Kærleiksþjónusta

Kærleiksþjónusta

Kirkjan sinnir kærleiksþjónustu sem leitast við að rjúfa einangrun, skapa samfélag, annast fræðslu, lina þjáningar og glæða von. Kærleiksþjónustan byggir á afstöðu Jesú Krists til sköpunarverksins, sem birtist m.a. í sögunni um miskunnsama Samverjann (Lk 10.25-37) og þjónshlutverki Krists (Mt 20.28; Jh 13.4-17). Kærleiksþjónustan horfir til orðanna í Matt 25.40, þar sem Jesús segir: ,,Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.”