Samtal milli trúarhópa í Neskirkju

11. apríl 2024

Samtal milli trúarhópa í Neskirkju

Félagið Horizon og Neskirkja stóðu sameiginlega að samkomu þann 24. mars síðast liðinn.

Farsælt samstarf Neskirkju og Horizon hefur staðið yfir áratug.

Sr. Skúli Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju segir að „þegar múslimar brjóta ramadan-föstuna við ,,sólsetur", efna þau til veislu.

Þau buðu Neskirkjufólki að njóta með sér og áttum við gott samfélag með þessu úrvalsfólki.“

Félagið Horizon er hópur fólks sem tilheyrir trúarflokki múslíma og hefur það á stefnuskrá sinni að efna til samtals á milli trúarhópa í þeirri viðleitni að auka skilning og stuðla að gefandi og friðsamlegum samskiptum.

Sr. Skúli segir „að á þessum ártaug sem félagið hefur verið í tengslum við Neskirkju hefur sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda lagt mikið af mörkum til þessa samstarfs og einnig ber að nefna sr. Sigurvin Lárus Jónsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en þegar hann starfaði sem æskulýðsprestur í Neskirkju stóð hann fyrir ýmsum viðburðum í samstarfi við Horizon félagið.“

Og sr. Skúli bætir við:

„Þegar heimsfaraldurinn geysaði brustu vitanlega forsendur fyrir slíkum samfundum.

Á samkomu okkar, þann 24. mars síðastliðinn rifjuðum við upp þessa tíma og lýstum gagnkvæmum áhuga á því að efla samskiptin að nýju.“

 

slg


Myndir með frétt

  • Flóttafólk

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla
Færir foreldrar.jpg - mynd

Færir foreldrar á foreldramorgni

29. apr. 2024
...áhugavert samstarf söfnuða í Reykjavík
Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur